
BLACKWING 602 blýantur
Blackwing framleiðir hágæða blýanta sem hafa skapað sér verðskuldaðan sess sem einhverjir bestu blýantar sem hafa verið framleiddir í heiminum. Saga þeirra nær aftur til ársins 1932 og hafa verið uppáhald margra fremstu rithöfunda, handritshöfunda og tónskálda heims. Fjöldi þekktra teiknimyndafígúra hafa verið skapaðar með Blackwing 602 og ótal byggingar hafa verið hannaðar með þessum magnaða blýanti sem arkitektar elska.
Blackwing 602 er einn þekktasti og besti blýantur sem hefur verið framleiddur í heiminum. Slagorðið þeirra á árum áður var: "Half the pressure, twice the speed" sem lýsir eiginleikum blýantsins mjög vel og er ástæða þess hve margir elska þessa blýanta.
Blackwing 602 er mjúkur og dökkur blýantur sem heldur oddi sínum vel. Hann hentar því frábærlega til skriftar og til að teikna.
Blýanturinn er með bleiku ferköntuðu strokleðri sem einkennir Blackwing blýanta.
- Falleg tímalaus hönnun
- Hagæða japanskt grafít blandað leir sem tryggir endingu og vaxi sem gefur einstaka mýkt.
- Ekta ilmandi sedrusviður frá Kaliforníu og Oregon er notaður í Blackwell blýanta sem gera yddun auðvelda og jafna.
- Vandað stækkanlegt strokleður.