Dr Martin's Bleed Proof White
Þykkur, mjög þekjandi hvítur vatnslitur. Er með einstaklega góða þekju og mýkt sem gerir hann frábæran til skriftar. þynnist með vatni til að ná hentugri dýfingaþykkt. Krukkan er mjög drjúg þar sem “blekið” er þykkni sem er þynnt eftir þörfum með vatni.
- 30ml. glerkrukka
- Litur: Hvítt
- Þornar á nokkrum mínútum.
- Má þynna með vatni.
- Hentar ekki í sjálfblekunga
Þetta er minn uppáhalds hvíti til að skrifa með. Blæðir aldrei (eins og nafnið gefur til kynna) og er nokkuð fljótt að þorna.
Hentar vel fyrir skrifodda eins og Leonardt Hiro, Nikko G og Gillott 404. En má þynna enn meira fyrir fíngerðari odda.