ATH! VINNUSTOFAN VERÐUR LOKUÐ 4.-15. DESEMBER! Netverslunin er opin og verða pantanir á vörum sem til eru á lager (Blek og skriffæri, jólakúlur, myndlist) afgreiddar eins og venjulega. Vörur sem þarf að vinna sérstaklega (kerti, bækur og skrautritun) verða afgreidd eftir 15.des.

SENDINGAR

Þegar pöntun hefur farið frá Lindu Óla má gera ráð fyrir að Íslandspóstur taki sér 3-7 virka daga til að bera pöntunina til viðskiptavina.

Ábyrgðarsendingar fara á næsta pósthús viðskiptavina, en heimsendingar upp að dyrum.

Linda Óla tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini. Einnig eru viðskiptavinir hvattir til að hafa nöfn og heimilsföng eins ítarleg og kostur er á þegar pantað er.

Hafi pöntun þín ekki borist innan viku frá tilgreindum afgreiðslutíma er bent á að hafa samband við Lindu Óla á netfangið lindaolaart@gmail.com