ATH! Vegna anna er biðtími fyrir sérpantanir allt að 3 vikur

Skilmálar

Skilmálar

Þegar þú verslar í netverslun Lindu Óla getur þú valið hvort þú viljir fá vöruna senda með Íslandspósti, með flugi eða sækja hana í verslun Lindu Óla að Hafnarstræti 97, 2. hæð á Akureyri.

Pantanir á vörum sem til eru á lager eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga. Sé pöntun gerð um helgi eða á frídegi, fer hún í póst næsta virka dag á eftir. Alla jafna tekur ferlið 2-4 virka daga og fer pakkinn á pósthús eða póstbox næst þínu heimili. 

Við leggjum metnað í að varan berist til þín í fullkomnu ásigkomulagi. Þess vegna ábyrgjumst við vandaða pökkun og frágang vörunnar áður en hún fer frá okkur.

Sérstakur afgreiðslutími á bókum, kertum og skrautritun.

Afgreiðslutími á vörum sem eru unnar eftir sérpöntun er allt að 2 vikur. Vinsamlegast hafið samband ef þið þurfið styttri afgreiðslufrest, við gerum allt sem við getum til að koma á móts við það ef við mögulega getum.

Við sendum alltaf myndir af sérpöntuðum vörum til yfirlestrar og samþykktar áður en hún er send frá okkur. 

Verð og greiðsla

Athugið að verð í netverslun getur breyst án fyrirvara.

Öll verð eru ÁN VSK (rekstur Linda Óla er undanþegin virðisaukaskatti skv. 2. gr. virðisaukaskattslaga).

Hægt er að greiða með greiðslukorti: Visa eða MasterCard. í gegnum örugga greiðslugátt Teya eða leggja inn á reikning verslunar. 

Skil á vöru sem keypt er í netverslun

Þú mátt hætta við kaupin og/eða skila vörunni innan 14 daga frá móttöku vörunnar, í samræmi við reglur um rafræn kaup, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Við vöruskil þarf greiðslukvittunin að fylgja með.

ATH! Ekki er hægt að skila sérpöntuðum vörum, þ.e. vörum sem bætt hefur verið við sérpantaðri áletrun eða skrautritun. 

Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Upplýsingar fyrir endursendingu

Linda Óla
Hafnarstræti 97, 2. hæð
600 Akureyri

Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Linda Óla á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. 

Trúnaður

Linda Óla biður aðeins um þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer.

Um fyrirtækið

Linda Björk Óladóttir.
Kt. 160471-3289
Hrísalundur 10a
600 Akureyri
sími. +354 862 4448
lindaolaart@gmail.com

Linda Óla áskilur sér rétt til að hætta við pöntun, t.d. ef vara reynist uppseld, vegna rangra verðupplýsinga og einnig að hætta að bjóða upp á vörutegundir.

Skilmálar vefverslunarinnar eru í samræmi við gildandi lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og viðskiptaskilmála Borgunar.