Standur undir 20ml. Ferritales blekbyttur
Glæsilegur standur fyrir ævintýralegu Ferritales blekbytturnar. Veitir stuðning þegar þú hristir blekið og fyllir á uppáhalds lindarpennann þinn. Fallega gullhúðaður gerir hann hvaða 20ml Ferritales byttu bæði ævintýralega og klassíska í senn. Sannkallað djásn og yndislegur safngripur á skrifborðið þitt.
Hægt er að nota hann til að hrista glitrandi blek og til að bæta stöðugleika meðan fyllt er á lindarpenna. Byttunni má líka halla í standinum til að auðvelda aðgengi fyrir dýfistangir.
- Gullhúðaðað stál
- Blek fylgir ekki
Umhirða
Til að þrífa skaltu þurrka með mjúkum klút og heitu vatni. Ekki láta standinn liggja í bleyti. Ef blek fer í leturristurnar, nuddaðu létt með vættum eyrnapinna.
Til að varðveita gyllinguna: ekki nota gróf áhöld eða leysiefni til að fjarlægja þornað blek.