Collection: JÓLAKÚLURNAR 2025 - ÁST
Jólamunstrið árið 2025 ber nafnið „Ást”.
Fyrstu kúlurnar fara að venju í forsölu á Útgáfugleðinni í Sigluvík 7.-9. nóv. Kúlurnar eru svo væntanlegar í sölu hér í netverslun og á vinnustofunni 11. nóvember.
Ég hanna nýtt munstur á hverju ári og handmála á hágæða jólakúlur úr gleri. Hver árgangur er í takmörkuðu upplagi þar sem hver kúla er einstök, því engar tvær eru með sömu litasamsetningunni. Ást er 10. munstrið í þessari seríu. Öll einkennast þau af hringmunstrum innblásnum úr íslenskum hannyrðum. Hver kúla er undirritaðuð af listamanninum með ártali og pökkuð í vandaðan kassa.
Hönnunin í ár stendur hjarta mínu afar nærri. ❤️ Munstrið hannaði ég í hlýrri minningu um elsku hjartans Heimi minn, ástina í mínu lífi, sá sem færði mér ástina…. og jólin.🎄
Við hjónin höfum alltaf haft dálæti á fallegum jólakúlum. Fyrstu jólin okkar saman – þá var ég aðeins sextán ára – ákváðum við að byrja að safna einni fallegri kúlu á ári. Sú hefð hefur haldist alla tíð okkar saman. Stundum urðu kúlurnar aðeins fleiri, ef okkur þótti ástæða til, en aldrei færri en ein. Það er eitthvað alveg sérstakt við að skreyta tréð með skrautinu sem safnast hefur saman í gegnum árin – hver hlutur með sína dýrmætu minningu.❤️🎄❤️
Kærar kveðjur
Linda Óla
Einnig er hægt að bæta við persónulegri áletrun á kúlurnar.
https://lindaola.is/collections/skrautritun/products/merking-a-jolakulu-br-1-lina-midjud
- Previous page
- Page 2 of 2