PILOT iroshizuku 50ml<br>ku-jaku
PILOT iroshizuku 50ml<br>ku-jaku
  • Load image into Gallery viewer, PILOT iroshizuku 50ml&lt;br&gt;ku-jaku
  • Load image into Gallery viewer, PILOT iroshizuku 50ml&lt;br&gt;ku-jaku

PILOT iroshizuku 50ml
ku-jaku

Regular price
4.590 kr.
Tilboðsverð
4.590 kr.
Regular price
Uppselt
Unit price
per 

PILOT iroshizuku blek

Iroshizuku er samsett úr tveimur japönskum orðum: ‘iro’ 色 sem þýðir litur og ‘shizuku’ 雫, sem þýðir dögg eða dropi. 

Innblástur við hönnun japanska iroshizuku lindarbleksins er sóttur í fegurð japanska landslagsins.  Markmiðið er að hver litur endurspegli fjölbreytta náttúru Japans og mismuandi árstíðir í hverjum dropa - Hver litur fangar falleg augnablik, eins og lit hafsins í tungsljósi eða áhugaverða áferð steinstéttar sem er blaut eftir rigningu. 

Blekið er í virðulegri og vandaðri 50ml glerflösku og vönduðum umbúðum. Flaskan er er ekki einungis hönnuð fyrir augað heldur einnig fyrir hagnýtni. Lítill dropi sem teygir sig niður í miðjum botni flöskunnar þjónar bæði þeim tilgangi að stýra pennaoddinum þegar þú dregur blekið upp í hann og einnig til að blekið nýtist bókstaflega til síðasta dropa.  Fínleg snúra er bundinn um hálsinn á hverri flösku, til að grípa blek sem gæti lekið úr tappanum og af brún flöskunnar.

Iroshizuku 

  • 50ml. glerflaska.
  • Djúpir og ríkir litir
  • Hágæða lindarblek
  • Myndir af litaprufum gefa mjög góða hugmynd um litinn á blekinu. Athugið að skjáir geta þó alltaf verið aðeins mismunandi. 
  • Vatnsleysanlegt blek og hentar í alla lindarpenna.
  • Hentar einnig fyrir dýfistangir.
  • Gott op til að dýfa í.
  • Þéttur og góður tappi. 

Þetta hágæða, vatnsleysanlega blek hentar öllum nútíma lindapennum og einnig er hægt að nota það með pensli eða dýfistöng. Fullkomið fyrir skrautskrift og teikningu. Sköpunin verður leikur á pappír í öllum þeim djúpum og ríkulegum litatónum sem iroshizuku býður uppá. 

Lindarblek þurfa gjarnan góðan pappír svo þau blæði ekki þegar þau eru notuð með dýfistöngum og skrautskriftaroddum sem gefa mun meira magn af bleki en venjulegir skriftarpennar.  Ég mæli með að nota fíngerða skrautskriftarodda eins og t.d. Leonard Pricipal EF, Hunt 101 en hentar einnig Nikko G.  Draumur að skrifa með, hvort sem er með lindarpenna eða dýfistöng.  Blekið er nokkuð fljótt að þorna.