PILOT iroshizuku blek
Iroshizuku er samsett úr tveimur japönskum orðum: ‘iro’ 色 sem þýðir litur og ‘shizuku’ 雫, sem þýðir dögg eða dropi.
Innblástur við hönnun japanska iroshizuku lindarbleksins er sóttur í fegurð japanska landslagsins. Markmiðið er að hver litur endurspegli fjölbreytta náttúru Japans og mismuandi árstíðir í hverjum dropa - Hver litur fangar falleg augnablik, eins og lit hafsins í tungsljósi eða áhugaverða áferð steinstéttar sem er blaut eftir rigningu.
6 iroshizuku blekfyllingar sem passa fyrir PILOT og Namiki lindarpenna. Passar í PILOT Parallel.
Iroshizuku
- 6 blekfyllingar
- Hentar fyrir PILOT penna (einnig Parallel) og Namiki lindarpenna.
- Djúpir og ríkir litir
- Hágæða lindarblek
- Myndir af litaprufum gefa mjög góða hugmynd um litinn á blekinu. Athugið að skjáir geta þó alltaf verið aðeins mismunandi.
- Vatnsleysanlegt blek
Þetta hágæða, vatnsleysanlega blek hentar öllum nútíma lindapennum og einnig er hægt að nota það með pensli eða dýfistöng. Fullkomið fyrir skrautskrift og teikningu. Sköpunin verður leikur á pappír í öllum þeim djúpum og ríkulegum litatónum sem iroshizuku býður uppá.
Lindarblek þurfa gjarnan góðan pappír svo þau blæði ekki þegar þau eru notuð með Pilot Paralell skrautskriftarpennum því þeir gefa mun meira magn af bleki en venjulegir skriftarpennar. Blekið er nokkuð fljótt að þorna.