PILOT Namiki 60ml<br>Blátt
PILOT Namiki 60ml<br>Blátt
  • Load image into Gallery viewer, PILOT Namiki 60ml&lt;br&gt;Blátt
  • Load image into Gallery viewer, PILOT Namiki 60ml&lt;br&gt;Blátt

PILOT Namiki 60ml
Blátt

Regular price
3.590 kr.
Tilboðsverð
3.590 kr.
Regular price
Uppselt
Unit price
per 

PILOT Namiki ink

Þetta vandaða japanska blek er í alveg einstaklega vel hannaðri 60ml. glerflösku með sniðugri innri plastskál sem situr í flöskuhálsinum þannig að það er alltaf nægt magn af bleki til að dýfa í eða draga upp í penna efst í flöskunni. 

Litirnir eru mattir og djúpir og henta vel til daglegs brúks og fer vel með penna. Blekið er með Ph gildi yfir 7.0 sem þýðir að það er sýrufrítt og sérstaklega gott til skjalavörslu. Þetta er blek sem hægt er að treysta á. 

Namiki er aldagamalt japanskt merki stofnað af Ryosuko Namiki. Fyrirtækið hét upphaflega Namiki Manufacturing Company, en breyttist árið 1938 í Pilot Pen Co. Ltd og hefur verið í eigu þess síðan.  Namiki er þekktast fyrir þeirra stórglæsilegu handmáluðu blekpenna. 

Namiki blek 

  • 60ml. glerflaska.
  • Djúpir og ríkir litir
  • Archival safe, gott til skjalavörslu
  • Water resistant
  • Hágæða lindarblek
  • Kóngablátt, matt.
  • Vatnsleysanlegt blek og hentar í alla lindarpenna.
  • Hentar einnig fyrir dýfistangir.
  • Gott op fyrir dýfistangir og innri skál sem heldur bleki efst í flöskunni.
  • Þéttur og góður tappi. 

Lindarblek þurfa gjarnan góðan pappír svo þau blæði ekki þegar þau eru notuð með dýfistöngum og skrautskriftaroddum sem gefa mun meira magn af bleki en venjulegir skriftarpennar.  Ég mæli með að nota fíngerða skrautskriftarodda eins og t.d. Leonard Pricipal EF, Hunt 101 en hentar einnig Nikko G.  Draumur að skrifa með, hvort sem er með lindarpenna eða dýfistöng.  Blekið er í meðallagi fljótt að þorna.