HUNT 22 extra fine skrifoddur
Vinsæll og áreiðanlegur oddur sem er frábær fyrir Copperplate, Spencerian og aðrar pointed pen leturgerðir. Hunt 22 er með góða fjöðrun - ekki of linur og ekki of stífur- og getur gert afar fínar hárlínur og vel breiðar niðurstorkur. Hentar vel í frekar smátt letur og er með frekar beittan odd og virkar best a sléttan pappír. Þolir smá áferð en á það til að stingast í pappir með áferð a uppstrokum.
Hunt 22 hentar bæði byrjendum og atvinnuskrifurum.
- Frábær fyrir pointed pen leturgerðir.
- Framleiddur í USA
- Brass litað stál.
- Gengur einnig undir nafninu Hunt 22B