ROUSY IRON GALL INK<br>Svart 15ml.
ROUSY IRON GALL INK<br>Svart 15ml.
ROUSY IRON GALL INK<br>Svart 15ml.
  • Load image into Gallery viewer, ROUSY IRON GALL INK&lt;br&gt;Svart 15ml.
  • Load image into Gallery viewer, ROUSY IRON GALL INK&lt;br&gt;Svart 15ml.
  • Load image into Gallery viewer, ROUSY IRON GALL INK&lt;br&gt;Svart 15ml.

ROUSY IRON GALL INK
Svart 15ml.

Regular price
1.490 kr.
Tilboðsverð
1.490 kr.
Regular price
Uppselt
Unit price
per 

IRON GALL INK

Ég er sérlega stolt af því að geta boðið besta Iron gall blek sem ég hef prófað. Rousy hefur framleitt Iron Gall Ink í 10 ár. Simon Rous er hönnuðurinn á bakvið blekið og hann sendir mér þykkni sem ég blanda í rétta þykkt með soðnu íslensku vatni og set á krukkur. Þannig sparast heilmikið í sendingarkostnað.

Mikil þekking og reynsla hefur farið í að þróa þetta nýja Iron gall blek. Blekið var þróað í samvinnu við faglega skrautskrifara til að ná algjörri fullkomnun.

Blekið er fyrst gráleitt. þegar blekið kemst í snertingu við andrúmsloft oxast það og dökknar. Það getur tekið allt að 24 klukkustundir fyrir blekið að verða svart. Þetta blek hefur algjörlega fullkomna fljótandi áferð og þú getur náð að gera örfínar línur sem gerir það hentugt fyrir alla skrautskriftarstíla.

Iron gall blek hefur verið notað í margar aldir og var mjög vinsælt hjá munkum og Víkingum.  Nútíma Iron gall blek eru brugguð með nýjum og öruggari uppskriftum en gömul miðalda blek, sem innihéldu efni sem með tímanum átu sig inn í pappírinn og “brenndu” göt á hann. 

  • 15 ml. glerkrukka
  • Litur: Svart
  • Þornar á nokkrum mínútum.
  • Blekið má þynna með vatnI
  • Inniheldur járnsúlfat, geymist þar sem börn ná ekki til!
  • EKKÍ mælt með í sjálfblekunga

Þetta blek er mitt uppáhaldsblek að skrifa með. Það blæðir aldrei og er ótrúlega fljótt að þorna. Áferðin ef fínleg og þunn. Iron Gall ink innihalda járnsúlfat og eyða skrifoddum aðeins hraðar en önnur blek, en það er algjörlega þess virði að mínu mati. Muna bara að skola oddinn vel eftir notkun. 

Hentar vel fyrir fíngerða skrifodda, t.d. Leonard Pricipal EF og einnig Nikko G