PILOT CAPLESS Decimo
Fínlega útgáfan af Pilot Vanishing Point lindarpennanum. Sanseruð mött áferð, grennri og léttari en hefðbundna útgáfan gerir hann einstaklega hentugan fyrir nettar hendur.
Blekpenninn er með innfellanlegum rhodium-húðuðum 18kt gulloddi – Oddurinn dregst inn og út á einfaldan hátt líkt og á hefðbundnum kúlupenna.
Eitt af því sem gerir Pilot Capless Vanishing Point að frábærum penna er lítil loka sem lokast yfir oddinn til að koma í veg fyrir að hann þorni. Með pennanum fylgir Pilot CON-40 blekpumpa (converter) ásamt Pilot blekhylki. Capless penninn kemur í fallegri svartri gjafaöskju.
- Rauður sanseraður
- Fellipenni
- Oddur: Medium, Rhodium húðaður 18kt gull.
- Blekpumpa fylgir
- Pilot IC-50 blekhylki
- Þyngd: 20.6 gr.
- Lengd 139,5 mm.
- þykkt: 11,7 mm.
PILOT CAPLESS VANISHING POINT
Capless Vanishing Point blekpennar sameinaa ríka sögu og frammúrskarandi notagildi. Snilldarleg hönnun og hugvitsamleg tækni gera þá að fullkomnum nútímapennum. Stærð, sterk bygging og vandaður frágangur gera þá einstaka og auðþekkjanlega. Hann hefur nú þegar öðlast viðurkenningu og mun án efa verða klassík í framtíðinni. Þetta er penni sem allir pennáhugamenn ættu að eiga.
Pilot blekpennar endurspegla það besta í japanskri hönnun og verkfræði. Þýskaland og Japan eru leiðandi í framúrskarandi hönnun blekpenna og Pilot er meðal bestu framleiðenda í Japan. Pilot hefur tekis vel að halda jafnvægi milli gæða og verðs, sem sést sérstaklega vel í Capless Vanishing Point línunni, þar sem fyrirtækið býður upp á ótrúlega fágaðan og vel hannaðan penna á mjög sanngjörnu verði.
Pilot Pen Corporation var stofnað árið 1918 og er stærsti pennaframleiðandi Japans. Fyrirtækið er þekkt fyrir forystu sína í nýsköpun.