WILLIAM MITCHELL skrifoddur
Skrifoddar fyrir breiðoddaskrift eins og Roundhand, Italic, Foundational, Uncial, Blackletter (Gothic, Old English) og sambærilega stíla. Oddurinn er þverskorinn og hentar fyrir hægri handar skrifara. (breiðoddar fyrir vinstrihenta hafa skáskurð til vinstri)
Þrátt fyrir að vera breiðoddar eru þeir sveigjanlegir og gefa mjúka, flæðandi línu.
Skrifoddarnir eru fáanlegir í 10 stærðum: 0, 1, 1½, 2, 2½, 3, 3½, 4, 5 og 6
Stærð 0 er breiðust og 6 mjóust (stærðirnar vísa ekki til tiltekinnar mælieiningar).
- Stærð 2 - 1.9mm.
- Fyrir breiðoddaletur
- Framleiddir í Bretlandi
- Temprað stál
- Traustur og endingagóður
- Mjúkur þveroddur
- Hentar vel fyrir ólíkar pappírsáferðir
William Mitchell (Calligraphy) Ltd er breskt fyrirtæki sem hefur framleitt hágæða penna í nærri 200 ár. Árið 1820 hóf William störf með bróður sínum John Mitchell, sem var frumkvöðull í fjöldaframleiðslu á skrifoddum. Bræðurnir Mitchell voru fyrstir til að nota vélar til að skera út skrifodda, sem hraðaði framleiðsluferlinu til muna.
Árið 1825 stofnaði William sitt eigið fyrirtæki í Birmingham á Englandi, og varð það fljótlega eitt fremsta fyrirtæki í framleiðslu á pennum til að dýfa í blek.
Í dag framleiðir William Mitchell Ltd breiða skrifodda fyrir breiðodda skrautskrift og leturgerðir, auk fínodda sem henta bæði fyrir teikningar og hefðbundnar skriftarstíla eins og Copperplate, Spencerian og Modern Calligraphy.


